Birkir og félagar einum leik frá úrvalsdeildarsæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Birkir í leik með Villa.
Birkir í leik með Villa. vísir/getty

Aston Villa mætir Fulham í úrslitaleiknum um sæti í ensku úrvalseildinni á næstu leiktíð en Villa hafði betur í tveimur leikjum gegn Middlesbrough í undanúrslitunum, samanlagt 1-0.

Villa vann fyrri leik liðanna í undanúrslitaeinvíginu 1-0 á útivelli en niðurstaðan á Villa Park í kvöld var 0-0. Villa því áfram, 1-0.

Birkir Bjarnason byrjaði sem varamaður en kom inn á í uppbótartíma og hjálpaði Villa að sigla þessu í höfn.

Úrslitaleikurinn milli Fulham og Aston Villa verður spilaður aðra helgi, 26. maí, á Wembley. Sigurvegarinn fylgir Wolves og Cardiff upp í ensku úrvalsdeildina.

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.