Erlent

Leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar dæmdur í fangelsi

Kjartan Kjartansson skrifar
Navalní hefur ítrekað verið fangelsaður fyrir að skipuleggja mótmæli í óþökk yfirvalda.
Navalní hefur ítrekað verið fangelsaður fyrir að skipuleggja mótmæli í óþökk yfirvalda. Vísir/AFP
Dómstóll í Moskvu dæmdi í dag Alexei Navalní, leiðtoga rússnesku stjórnarandstöðunnar, í þrjátíu daga fangelsi fyrir að skipuleggja mótmæli í höfuðborginni án leyfis yfirvalda. Navalní hefur áður setið inni fyrir að skipuleggja mótmæli.

Mótmælin sem Navalní var dæmdur fyrir í dag fóru fram í Moskvu og fleiri borgum 5. maí, stuttu áður en Vladímír Pútín hóf nýtt kjörtímabil sem forseti. Slagorð mótmælanna gegn Pútín var „Hann er ekki keisarinn okkar“. Pútín hefur stýrt Rússlandi alla 21. öldina sem forseti og forsætisráðherra til skiptis.

Navalní hélt því fram fyrir dómi að synjun yfirvalda á leyfi fyrir mótmælunum væri lögbrot. Kallaði hann ákærurnar gegn sér „fáránlegar og ólöglegar“, að sögn AP-fréttastofunnar.


Tengdar fréttir

Fjórða kjörtímabilið er hafið hjá Pútín

Vladímír Pútín hefur sitt fjórða, mögulega síðasta, kjörtímabil á stóli Rússlandsforseta. Hefur gegnt embættinu í fjórtán ár sem verða tuttugu er kjörtímabilinu lýkur. Bandamenn Pútíns telja líklegt að hann muni með einhverjum

Víða boðað til mótmæla í Rússlandi

Mótmæli hafa verið boðuð víða í Rússlandi í dag í tilefni þess að Vladimír Pútín verður settur í embætti forseta í fjórða sinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×