Handbolti

Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði í leikslok | Myndband

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Leikur ÍBV og FH í úrslitaeinvígi Olís deildar karla á laugardaginn var ansi tilfinningaþrunginn fyrir Agnar Smára Jónsson, leikmann ÍBV.

Tilfinningarnar báru Agnar ofurliði undir lok leiksins þegar hann brast í grát á hliðarlínunni. Arnar Pétursson, þjálfari hans, sagði í viðtali við Vísi eftir leik að Agnar myndi yfirgefa liðið eftir tímabilið.

„Aggi er einhver mesti Eyjamaður sem við finnum, hann er búinn að vera hjá okkur í 6 ár. Hann ber miklar tilfinningar til Eyjanna og Eyjarnar bera miklar tilfinningar til hans. Við erum búnir að halda því leyndu í töluverðan tíma en hann er að fara nám í Reykjavík á næsta ári og verður ekki með okkur á næsta tímabili og það truflar hann aðeins,“ sagði Arnar sem las aðeins yfir Agnari á hliðarlínunni á laugardag.

Ljóst er að fleira var einnig að angra Agnar þar sem hann sást kasta upp í hálfleik.

Eyjamenn unnu leikinn á laugardag með sex mörkum en mæta í Kaplakrika í kvöld í annan leik einvígisins. Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst upphitun klukkan 19:00.


Tengdar fréttir

Óðinn með eitt af mörkum ársins í Eyjum

Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði algjörlega stórglæsilegt mark í fyrsta leik ÍBV og FH í rimmunni um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta en leikið var í Eyjum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.