Enski boltinn

Hart og Wilshere ekki á HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Joe Hart fær gott sumarfrí í sumar ef marka má heimildir Sky.
Joe Hart fær gott sumarfrí í sumar ef marka má heimildir Sky. vísir/afp

Joe Hart og Jack Wilshere verða ekki í leikmannahópi enska landsliðsins á HM í sumar en hann ku hafa fengið þessar fréttir fyrr í vikunni. Þetta herma heimildir enskra miðla.

Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, tilkynnir enska hópinn í dag en Hart verður ekki einn af þremur markvörðum Englands í sumar.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hvaða þrjá markverði Southgate taki með sér en allar líkur eru á því að það verði Nick Pope (Burnley), Jordan Pickford (Everton) og Jack Butland (Stoke) sem verja mark Englands í sumar.

Hart var ekki í markinu hjá West Ham síðustu fjóra leiki tímabilsins en þessi 31 árs gamli markvörður á 75 landsleiki fyrir England og hefur leikið á þremur stórmótum.

Jack Wilshere mun einnig ekki vera í hópnum en þrátt fyrir að hafa spilað vel fyrir Arsenal á leiktíðinni segir BBC að Southgate þori einfaldlega ekki að taka áhættuna á Wilshere sem er oftar en ekki meiddur.

Wilshere dró sig úr hópnum fyrir æfingarleiki gegn Nígeríu og Hollandi í mars og það styrkti ekki stöðu hans. Þá mun Southgate hafa fengið nóg.

Vísir mun fylgjast vel með valinu á enska landsliðshópnum í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.