Viðskipti innlent

Gagnstætt anda laganna ef breyting á mengunarstaðli stórhækkar bílverð

Kristján Már Unnarsson skrifar
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Stöð 2/Björn Sigurðsson.
Stórfelld verðhækkun á bílum vegna evrópskra staðlabreytinga væri ekki í samræmi við tilgang vörugjaldslaga, að mati fjármálaráðherra, sem segir eðlilegt að brugðist verði við slíku. Rætt var við Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra í fréttum Stöðvar 2. 

Bílgreinasambandið lýsti um helgina áhyggjum sínum um að verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent í haust vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals. Fjármálaráðherra kveðst skilja málið þannig að staðlar séu að breytast, en ef hvorki mengun né vörugjöld séu að aukast ættu gjöldin ekki að hækka.

Hér má sjá svör ráðherrans vegna málsins:

 


Tengdar fréttir

Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent

Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×