Viðskipti innlent

Hlutur Sjóvár í Ölgerðinni færður niður um 120 milljónir á fyrsta ársfjórðungi

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.
Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvár.

Eignarhlutur Sjóvár í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni var færður niður um 120 milljónir króna á fyrsta fjórðungi ársins eftir að gert var nýtt verðmat á hlutnum en tryggingafélagið keypti 500 milljóna króna hlut í drykkjarframleiðandanum í fyrra.

Niðurfærslan skýrir 3,7 prósenta neikvæða ávöxtun Sjóvár af óskráðum hlutabréfum á fyrstu þremur mánuðum ársins en til samanburðar var ávöxtun á eignasafni félagsins jákvæð um tvö prósent.

Sjóvá tók þátt í kaupum fjárfesta á 69 prósenta hlut í Ölgerðinni í apríl á síðasta ári. Framtakssjóðirnir Akur fjárfestingar, í stýringu Íslandssjóða, og Horn III, í stýringu Landsbréfa, fóru fyrir kaupendahópnum en kaupverðið nam um fimm milljörðum króna þegar ekki er tekið tillit til skulda og handbærs fjár Ölgerðarinnar.

Októ Einarsson, stjórnarformaður Ölgerðarinnar, og Andri Þór Guðmundsson, forstjóri félagsins, eiga saman 31 prósents hlut í félaginu í gegnum OA eignarhaldsfélag ehf.

Enn sem fyrr var 5,7 milljarða króna eign Sjóvár í skuldabréfaflokknum LAND 05, útgefnum af Landsvirkjun, stærsta einstaka fjárfestingareign tryggingafélagsins í lok fyrsta ársfjórðungs. 2,7 milljarða króna hlutur tryggingafélagsins í Marel er næststærsta eign þess.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.