Enski boltinn

Vieira svekktur út í Arsenal

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patrick Vieira.
Patrick Vieira. vísir/getty

Það bendir fátt til þess að Patrick Vieira verði arftaki Arsene Wenger hjá Arsenal og hann er svekktur með að koma ekki almennilega til greina í starfið.

Arsenal hafði samband við Vieira út af starfinu en þjálfarinn segir að símtalið hafi verið kurteisissímtal. Hann komi ekki raunverulega til greina.

Vieira spilaði 406 leiki fyrir Arsenal á sínum tíma og var lengi fyrirliði liðsins. Hann þjálfar nú New York City FC og er að gera góða hluti.

Luis Enrique, fyrrum þjálfari Barcelona, hefur áhuga á starfinu en er sagður vera of dýr.

Mikel Arteta, fyrrum leikmaður Arsenal, er nú sagður vera efstur á óskalista Arsenal en hann er að aðstoða Pep Guardiola hjá Man. City í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.