Enski boltinn

Messan: Sá enginn fyrir þessa innkomu hjá Mo Salah

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Salah var engum líkur í vetur.
Salah var engum líkur í vetur. vísir/getty

Liverpool er öruggt með sæti í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og er í úrslitaleik keppninnar. Strákarnir í Messunni renndu yfir tímabilið hjá liðinu í Bítlaborginni.

„Fremstu þrir leikmenn Liverpool hafa átt frábært tímabil. Sóknarleikurinn hefur verið mjög skemmtilegur og stabíll. Erfiðleikarnir í varnarleiknum hafa síðan farið minnkandi. Liðið er á réttri leið og er það gott að það getur vel unnið Real Madrid í einum leik,“ segir Ríkharður Daðason.

Hjörvar Hafliðason segir að eðlilega hafi lygileg frammistaða Mo Salah komið öllum á óvart.

„Salan á Coutinho hafði áhrif á liðið. Liverpool var með fleiri stig í fyrra en hélt fjórða sætinu. Það sá enginn fyrir þessa innkomu Mo Salah. Mig grunaði að hann yrði góður en aldrei svona. Þetta er einn albesti leikmaður sem hefur sést í ensku úrvalsdeildinni á undanförum árum.“

Sjá má umræðuna um Liverpool hér að neðan.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.