Enski boltinn

Gylfi fær nýjan stjóra fyrir næstu leiktíð

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Stóri Sam er hættur á Goodison Park.
Stóri Sam er hættur á Goodison Park. Vísir/Getty

Sam Allardyce er hættur sem knattspyrnustjóri Everton en enska félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag.

Miðað við hvernig yfirlýsingin er orðuð má reyndar segja að Allardyce hafi verið rekinn því í henni segir að Everton hafi tekið ákvörðun um að ráða nýjan stjóra í sumar sem hluta af framtíðaráformum félagsins.

Allardyce tók við þegar að Ronald Koeman var rekinn snemma á síðustu leiktíð eftir hræðilega byrjun en þessi þrautreyndi stjóri stýrði liðinu úr fallbaráttu og upp í áttunda sæti deildarinnar.

Stóri Sam var aldrei vinsæll hjá stuðningsmönnum félagsins sem voru ósáttir við fótboltann sem liðið spilaði en hann gerði það sem þurfti og hélt liðinu í úrvalsdeildinni og rúmlega það.

Það er því ljóst að Gylfi Þór Sigurðsson verður með nýjan stjóra í brúnni þegar að enska úrvalsdeildin hefst aftur í ágúst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.