Erlent

Réðust á lögreglustöð vopnaðir samúræja-sverðum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Sprengjusérfræðingar gengu úr skugga um að árásarmennirnir bæru ekki sprengjubelti innanklæða
Sprengjusérfræðingar gengu úr skugga um að árásarmennirnir bæru ekki sprengjubelti innanklæða Vísir/EPA
Indónesíska lögreglan skaut fjóra menn til bana í morgun eftir að þeir réðust á lögreglustöð í bænum Riau á Súmötru, vopnaðir japönskum samúræja-sverðum. Fimmti árásarmaðurinn var handtekinn og einn lögreglumaður lét lífið.

Lögreglan segist ekki geta staðfest hvort árásin tengist mannskæðum sprengjuárásum í Indónesíu síðustu daga. Útibú frá hryðjuverkasamtökunum sem kenna sig við íslamskt ríki hafa lýst sig ábyrg fyrir þeim voðaverkum.


Tengdar fréttir

Önnur fjölskylda gerir árás í Indónesíu

Meðlimir fimm manna fjölskyldu, og þar á meðal barn, gerðu sjálfsmorðsárásir á lögreglustöð í Surabaya í Indónesíu í morgun. Einungis einum degi eftir að meðlimir annarrar fjölskyldu gerðu sambærilegar árásir á kirkjur í borginni.

Fleiri sprengingar í Indónesíu

Tveir mótorhjólamenn sprengdu sig í loft upp við höfuðstöðvar lögreglunnar í borginni Surabaya í Indónesíu í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×