Erlent

Vinsælasta viskí Japans að þrotum komið

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Japanskt viskí þykir hreinasta afbragð og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri
Japanskt viskí þykir hreinasta afbragð og eftirspurnin hefur aldrei verið meiri Vísir/Getty
Japanski áfengisframleiðandinn Suntory hefur ákveðið að hætta að selja tvær vinsælustu vískitegundir sem fyrirtækið framleiðir vegna of mikillar eftirspurnar. Um er að ræða 12 ára gamalt Hakushu viskí og 17 ára gamla blöndu sem kallast Hibiki. Síðarnefndi drykkurinn gegndi mikilvægu hlutverki í Óskarsverðlaunamyndinni Lost in Translation með Bill Murray í aðalhlutverki.

Vandamálið felst í aldri veiganna; eftirspurn eftir japönsku viskí var mun minni fyrir tíu til tuttugu árum en hún er í dag og því eru birgðir frá þeim tíma takmarkaðar. Japanska viskíið nýtur hins vegar sífellt meiri vinsælda og hefur verðið rokið upp úr öllu valdi.

Framleiðendur hafa stóraukið framleiðslu en það skilar sér auðvitað ekki fyrr en tólf til sautján árum eftir bruggun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×