Fótbolti

Messi: Real er með bestu leikmenn heims

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Lionel Messi öfundar Real af sigurgöngunni í Meistaradeildinni undanfarin ár
Lionel Messi öfundar Real af sigurgöngunni í Meistaradeildinni undanfarin ár vísir
Lionel Messi er af mörgum talinn besti fótboltamaður heims. Hann segir ekkert lið í heimi eins gott í því að vinna leiki þrátt fyrir slæma spilamennsku eins og Real Madrid.

Madrid mun leika þriðja úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í röð þann 26. maí þegar liðið mætir Liverpool í Kænugarði.

„Þegar maður horfir á stöðu fyrir stöðu þá er Madrid með bestu leikmenn heims,“ sagði Messi við argentísku sjónvarpstöðina TyC Sports.

„Svona er þetta hjá Barca líka. Hins vegar er Madrid með eitt sem ekkert annað lið hefur. Þegar þeir spila illa, þá ná þeir samt úrslitum. Við þurfum að vera betra liðið með nokkrum yfirburðum til þess að vinna.“

Barcelona datt út fyrir Roma í 8-liða úrslitum eftir að hafa leitt 4-1 fyrir seinni leikinn.

„Með þennan mun sem við vorum með þá hefðum við átt að komast í undanúrslitin. Þetta voru mjög mikil vonbrigði.“

„Það heldur mér gangandi að sjá Madrid í úrslitum Meistaradeildarinnar aftur og aftur. Við viljum allir vinna ár eftir ár,“ sagði Lionel Messi.

Messi stígur á svið á HM eftir mánuð þegar argentíska landsliðið mætir því íslenska í Moskvu 16. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×