Innlent

Strætóbílstjóri í áfalli eftir grófa árás farþega

Birgir Olgeirsson skrifar
Árásin átti sér stað í Borgarnesi.
Árásin átti sér stað í Borgarnesi. Vísir/Pjetur
Strætóbílstjóri er sagður í áfalli eftir að hafa orðið fyrir árás farþega í Borgarnesi í morgun. Farþeginn hafði farið með strætisvagninum frá Reykjavíkur til Borgarness en var sofandi þegar vagninn hafði náð áfangastað.

Samkvæmt upplýsingum frá Strætó bs. ákvað strætóbílstjórinn að ýta við farþeganum til að vekja hann. Þegar farþeginn vaknaði réðist hann á strætóbílstjórann og lét höggin dynja á honum. Strætóbílstjórinn slasaðist á hendi og þurfti að leita á heilsugæslu. Óttaðist hann að hann höndin væri brotin en við læknisskoðun kom í ljós að hann var óbrotinn en talsvert bólginn.

Greint var fyrst frá málinu á vef Morgunblaðsins en þar kom fram að farþeginn hefði verið vistaður í fangageymslu lögreglu vegna ástands. Strætóbílstjórinn hefur kært árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×