Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Tuttugu þúsund Íslendingar hafa skráð sig á vef Íslenskrar erfðagreiningar þar sem sækja má upplýsingar um stökkbreytingu í Brakka tveir geninu. Landlæknir telur æskilegt að úrræðið sé á forræði heilbrigðiskerfisins en erfðaráðgjafi varar við að vefurinn geti veitt falskt öryggi. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar höldum við líka áfram ferð okkar um landið í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga og kynnum okkur byggingu ársins í Noregi, sem Íslendingar hönnuðu frá grunni. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.