Formúla 1

DiCaprio nældi í Massa

Bragi Þórðarson skrifar
Massa keyrir fyrir Formúlu E-lið DiCaprio.
Massa keyrir fyrir Formúlu E-lið DiCaprio. vísir/afp

Brasilíumaðurinn Felipe Massa hefur skrifað undir þriggja ára samning við Venturi liðið í Formúlu E, en leikarinn Leonardo DiCaprio er einn eigandi liðsins.

Massa keppti í Formúlu 1 í fimmtán ár fyrir Sauber, Ferrari og Williams en lagði hanskana á hilluna í fyrra.

Alls vann hann 11 keppnir og varð hársbreitt frá því að vinna titilinn árið 2008, þegar Lewis Hamilton hrifsaði titilinn í síðustu beygju á síðasta hring.

Rafmagnsbíla kappakstursserían mun hefja sitt fimmta tímabil seinna á árinu og vonar hinn 37 ára gamli Massa að hann geti barist á toppnum fyrir Venturi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.