Körfubolti

Helena til Ungverjalands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Helena leikur í Ungverjalandi á næstu leiktíð.
Helena leikur í Ungverjalandi á næstu leiktíð. vísir/ernir

Helena Sverrisdóttir mun ekki leika með Íslandsmeisturum Hauka á næstu leiktíð en hún hefur samið við lið í Ungverjalandi.

Þetta kemur fram á vef RÚV í kvöld en Helena staðfesti þessar fregnir. Hún hefur skrifað undir samning við Cegled.

Liðið endaði í sjötta sæti ungversku deildarinnar en þetta er í annað sinn sem Helena leikur í Ungverjalandi. Hún lék með Diosgyöri tímabilið 2013/14.

Helena var í sérflokki í Dominos-deild Vienna í vetur en hún var valin besti leikmaður deildarinnar á lokahófi KKÍ eftir tímabilið. Einnig var hún valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.