Viðskipti innlent

Álver Norðuráls hagnast um þrjá milljarða króna

Kristinn Ingi Jónsson skrifar
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls
Álver Norðuráls á Grundartanga skilaði hagnaði upp á 29 milljónir dala, sem jafngildir ríflega 3 milljörðum króna, á síðasta ári samkvæmt nýbirtum ársreikningi félagsins. Til samanburðar tapaði álverið 21,2 milljónum dala árið 2016 en það var versta afkoma í tuttugu ára sögu fyrirtækisins.

Rekstrartekjur Norðuráls, sem er í eigu kanadíska álfyrirtækisins Century Aluminum, námu 658 milljónum dala, 68,6 milljörðum króna, í fyrra og jukust um tæplega 28 prósent á milli ára. Þá hækkaði rekstrarkostnaður um 23 prósent og var 553 milljónir dala.

Hagnaður álversins fyrir skatta og fjármagnsliði nam 65 milljónum dala í fyrra samanborið við 26 milljónir árið 2016. Eigið fé félagsins var jákvætt um 404 milljónir í lok síðasta árs borið saman við 375 milljónir á sama tíma árið á undan og var eiginfjárhlutfallið um sextíu prósent.




Tengdar fréttir

Ekki hægt að tala um alvöru samkeppni

Ekki er hægt að tala um að alvöru samkeppnismarkaður sé fyrir hendi hér á landi á meðan raforkuframleiðslan er nær öll hjá sama fyrirtækinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×