Erlent

Reyndu að draga úr kjörsókn minnihlutahópa með Facebook auglýsingum

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Cambridge Analytica nýtti gögn af samfélagsmiðlum til að hafa áhrif á kosningarnar
Cambridge Analytica nýtti gögn af samfélagsmiðlum til að hafa áhrif á kosningarnar Vísir/AFP
Uppljóstrarinn Christopher Wylie, fyrrverandi starfsmaður greiningarfyrirtækisins alræmda Cambridge Analytica, segir að fyrirtækið hafi keypt auglýsingar á samfélagsmiðlum til að letja ákveðna hópa til að mæta á kjörstað í síðustu forsetakosningum vestanhafs. Þetta hafi verið gert að beiðni Steve Bannon, fyrrum ráðgjafa Trumps Bandaríkjaforseta.

Wylie bar vitni fyrir dómsmálanefnd Bandaríkjaþings í gær. Hann sagði að Bannon hafi notið aðstoðar fyrirtækisins við að safna upplýsingum í einskonar vopnabúr sem hann gæti notað á bandarísku þjóðina. Þannig hafi verið hægt að greina upplýsingar af samfélagsmiðlum um líklega kjósendur og hvernig atkvæði þeirra myndu falla.

Þeir sem hölluðust að því að kjósa Hillary Clinton, sérstaklega blökkumenn og aðrir minnihlutahópar, voru líklegri til að sjá kostað efni sem miðaði að því að halda fólki frá kjörstöðum.


Tengdar fréttir

Cambridge Analytica hættir starfsemi

Fyrirtækið Cambridge Analytica hefur hætt starfsemi í kjölfar ásakana um misferli varðandi persónuupplýsingar 87 milljóna Facebook notenda í aðdraganda forsetakosninga í Bandaríkjunum 2016.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×