Enski boltinn

Arteta ræðir við Arsenal í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Arteta á bekknum hjá City.
Arteta á bekknum hjá City. vísir/getty

Sá þjálfari sem er talinn vera líklegasti arftaki Arsene Wenger hjá Arsenal, Mikel Arteta, mun loksins setjast niður með forráðamönnum Arsenal í dag.

Forráðamenn Arsenal vilja finna arftakann áður en HM byrjar. Margir hafa verið nefndir til sögunnar en hermt er að Arteta sé efstur á blaði hjá félaginu.

Hann þekkir vel til hjá Arsenal eftir að hafa leikið með því frá 2011 til 2016. Hann var orðinn fyrirliði Arsenal 2014.

Arteta hefur verið aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Man. City síðustu tvö ár en báðir koma þeir frá Barcelona.

Þjálfarinn er aðeins 36 ára gamall en Arsenal hefur fulla trú á því að hann sé rétti maðurinn til þess að koma félaginu aftur í fremstu röð.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.