Enski boltinn

West Ham vill fá Benitez

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rafa er alltaf eftirsóttur.
Rafa er alltaf eftirsóttur. vísir/getty

Forráðamenn West Ham eru í stjóraleit eftir að hafa losað sig við David Moyes í gær. Nú vilja þeir stela Rafa Benitez frá Newcastle.

Það munaði litlu að Benitez hefði tekið við félaginu árið 2015 en þá tókust kynni með Benitez og eigendum West Ham. Því eru hæg heimatökin hjá eigendum West Ham að hlera stjórann.

Það er talið kosta 6 milljónir punda að losa Benitez undan samningi hjá Newcastle en hann vill fá fullvissu fyrir því að geta styrkt lið Newcastle áður en hann bindur sig til langframa við félagið. Hann á eitt ár eftir af núverandi samningi við Newcastle.

Það verður erfitt að fá Benitez en West Ham er einnig sagt vera með Manuel Pellegrini, fyrrum stjóra Man. City, og Paulo Fonseca, þjálfara Shaktar, í sigtinu.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.