Erlent

Trump birtir gögn um þagnargreiðslu til klámstjörnu

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Það er óhætt að segja að rannsókn á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum hafi undið upp á sig
Það er óhætt að segja að rannsókn á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum hafi undið upp á sig

Lögfræðingurinn Michael Cohen mun hafa greitt Daniels sem svarar um þrettán og hálfri milljón króna rétt fyrir kosningarnar haustið 2016. Hún segir að greiðslan hafi verið þagnargjald þar sem Trump hafi óttast að hún myndi greina opinberlega frá bólförum þeirra tíu árum áður.

Cohen hélt því upphaflega fram að hann hefði greitt Daniels úr eigin vasa og Trump sagðist enga hugmynd hafa haft um þessi viðskipti. Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og ráðgjafi forsetans, virtist síðan nánast missa upp úr sér í sjónvarpsviðtali á dögunum að Trump hefði vissulega endurgreitt Cohen.

Með því vildi Giuiliani færa rök fyrir því að ekki væri um að ræða ólöglegan styrk við kosningabaráttuna en um leið var hann búinn að staðfesta tengsl Trumps við greiðsluna.

Nú hefur Trump í raun neyðst til að viðurkenna þátt sinn í þessu öllu og birt viðeigandi gögn frá 2016 sem sýna greiðsluna til Cohens. Hann segist sjálfur hafa birt gögnin af fúsum og frjálsum vilja, í anda gagnsæis, en ekki af lagalegri skyldu.

Því er siðferðiseftirlit alríkisstjórnarinnar ósammála. Í áliti formanns segir að Trump hefði í raun átt að geta greiðslunnar í síðasta yfirliti yfir fjárhagslega hagsmuni sína, upplýsingarnar gætu haft áhrif á yfirstandandi rannsóknir á afskiptum Rússa af síðustu forsetakosningum vestanhafs.


Tengdar fréttir

Sannfærður um að Trump segi af sér

Lögmaður klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels er ekki í vafa um að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, muni ekki sitja út allt kjörtímabil sitt.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.