Erlent

Japönsk lest rauk af stað 25 sekúndum á undan áætlun

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Lestarstjórinn var greinilega í ruglinu þegar hann óð af stað heilum 25 sekúndum á undan áætlun
Lestarstjórinn var greinilega í ruglinu þegar hann óð af stað heilum 25 sekúndum á undan áætlun

Lestarfyrirtæki í Tókýó í Japan hefur beðist afsökunar á því að farþegalest fór af stað tuttugu og fimm sekúndum of snemma. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem áætlun fyrirtækisins skeikar um tuttugu sekúndur eða meira. Það gerðist síðast í nóvember.

Samkvæmt japönsku fréttaveitunni Japan Today lagði lestin af stað frá Tókýó klukkan ellefu mínútur yfir sjö um morguninn en átti ekki að fara af stað fyrr en tæplega tólf mínútur yfir. Í tilkynningu fyrirtækisins segir að mannlegum mistökum sé um að kenna, lestarstjóranum hafi einfaldlega borist rangar upplýsingar um brottfarartíma.

Japanska lestarkerfið er afar skilvirkt og lestarnar almennt svo stundvísar að hægt er að stilla klukku eftir þeim. Af þeim sökum voru nokkrir farþegar rétt ókomnir á lestarpallinn þegar lestin æddi af stað 25 sekúndum fyrir áætlun og kvörtuðu þeir til fyrirtækisins. Það varð til þess að fyrrnefnd afsökunarbeiðni var gefin út.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.