Lífið

Ari Eldjárn á leiðinni í einn vinsælasta spjallþátt Breta: „Svo spenntur fyrir þessu“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Eldjárn er líklega vinsælasti uppistandari landsins.
Ari Eldjárn er líklega vinsælasti uppistandari landsins. Vísir/Vilhelm

„Svo spenntur fyrir þessu!,“ segir grínistinn Ari Eldjárn á Twitter og vísar hann þar í tíst frá British Comedy Guide þar sem fram kemur að Ari verði gestur í breska spjallþættinum Mock the Week þann 7. júní.

Þættirnir eru gríðarlega vinsælir en Írinn Dara Ó Briain er spjallþáttastjórnandi.

Í þáttunum er farið vel yfir fréttir vikunnar og sett fram á mjög svo spaugilegan hátt.
 

Hér að neðan má sjá nokkur vel valin augnablik úr þáttunum.
 


Tengdar fréttir

Ari Eldjárn sýnir á sér rokkhliðina

Grínistinn Ari Eldjárn verður gestur á tónleikum MEIK, ábreiðubands Kiss á Íslandi, á föstudag. Ari er mikill aðdáandi þó hann eigi langt í land með suma af meðlimum MEIK. Fyrsta plata sem hann eignaðist var með Kiss.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.