Viðskipti innlent

Látrabjarg flutti fyrstu farþegana frá Cleveland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Myndin var tekin á Cleveland flugvelli í gærkvöldi þegar fyrsta fluginu var fagnað, m.a. með tónlistarflutningi Lay Low og hátíðartertu fyrir farþega og aðra gesti. Það er Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri, sem mundar tertuspaðann. Flogið var á nýrri Boeing 737-MAX vél Icelandair, Látrabjargi.
Myndin var tekin á Cleveland flugvelli í gærkvöldi þegar fyrsta fluginu var fagnað, m.a. með tónlistarflutningi Lay Low og hátíðartertu fyrir farþega og aðra gesti. Það er Inga Lára Gylfadóttir, flugstjóri, sem mundar tertuspaðann. Flogið var á nýrri Boeing 737-MAX vél Icelandair, Látrabjargi. Icelandair

Fyrsta flug Icelandair frá Cleveland lenti á Keflavíkurflugvelli í morgun eftir um sex klukkustunda langa ferð. Cleveland er ein fimm nýrra borga í Norður-Ameríku sem Icelandair bætir við leiðakerfi sitt nú í vor, en hinar eru Baltimore, Kansas City, Dallas og San Francisco. Alls flýgur Icelandair til 23 borga í Norður-Ameríku í ár.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Cleveland í Ohio stendur við eitt af stóru vötnunum svokölluðu í Bandaríkjunum, Lake Erie, og er þekkt iðnaðarborg með um 2,2 milljónir íbúa. Borgin er einnig kunn fyrir kraftmikið lista- og íþróttalíf, en þar er meðal annars hið þekkta safn Rock and Roll Hall of Fame Museum.

Körfuboltalið borgarinnar, Cavaliers, þekkja flestir áhugamenn um körfuknattleik, en með því leikur ein skærasta stjarna NBA, Lebron James.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,8
6
20.349
MARL
1,32
4
79.593
HAGA
0,74
3
141.155
N1
0,41
5
190.896
EIK
0,26
3
34.958

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-0,98
2
15.300
EIM
-0,73
4
23.410
SIMINN
0
4
20.348
SKEL
0
4
16.241
HEIMA
0
1
220
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.