Golf

Ólafía um miðjan hóp eftir fyrsta hringinn í Virginíu

Ísak Jasonarson skrifar
Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum.
Ólafía í Texas fyrr í mánuðinum. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Kingsmill Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía lék ágætt golf á River vellinum í Virginíu fylki og kom inn á pari vallarins.

Á hringnum fékk Ólafía alls þrjá fugla, einn skolla og einn tvöfaldan skolla og er hún jöfn í 72. sæti af alls 144 keppendum. Efstu kylfingar mótsins eru jafnir á sex höggum undir pari en þeirra á meðal er Jessica Korda sem hefur nú þegar sigrað á einu móti á tímabilinu. Þó eiga nokkrir kylfingar enn eftir að ljúka leik í dag.

Kingsmill Championship er fjögurra daga mót sem lýkur á sunnudaginn. Eftir tvo hringi verður skorið niður og komast þá um 70 efstu kylfingarnir áfram. Ólafía Þórunn þarf því að halda vel á spöðunum á föstudaginn þegar annar hringurinn fer fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×