Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Dæmi eru um að fasteignasalar hafi neitað að taka við kauptilboðum nema samhliða hafi verið samþykkt að greiða umsýslugjöld. Gjöldin nema jafnan tugum þúsunda króna, en eftirlitsnefnd fasteignasala hyggst taka málið fyrir á næsta fundi sínum.

Fjallað verður um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö. Þar ræðum við líka við formann skóla- og frístundaráðst Reykjavíkur, sem segir röngum upplýsingum um biðlista á leikskóla kerfisbundið dreift í yfirstandandi kosningabaráttu.

Þá höldum við áfram ferð okkar um landið í aðdraganda kosninga og kynnum okkur hvaða svæði njóta góðs af fjögurra milljarða króna viðbótarfé, sem ríkisstjórnin ákvað að verja til vegagerðar í ár​. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×