Handbolti

Ragnar með fjögur mörk í tapi Hüttenberg

Einar Sigurvinsson skrifar
Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands.
Ragnar Jóhannsson fór frá Selfoss til FH og þaðan til Þýskalands. Vísir/Vilhelm

Íslenski landsliðsmaðurinn, Ragnar Jóhannsson, skoraði fjögur mörk þegar lið hans Hüttenberg tapaði fyrir Magdeburg, 31-37, í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Auk þess að skora fjögur mörk gaf Ragnar tvær stoðsendingar fyrir Hüttenberg en sigur Magdeburg var aldrei í hættu. Magdeburg var átta mörkum yfir í hálfleik, 11-19. Magdeburg situr í 4. sæti deildarinnar en Hüttenberg er í 18. og neðsta sætinu, einu stigi frá öruggu sæti.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar þegar Füchse Berlin sigraði Hannover með einu marki, 25-24, eftir spennandi lokamínútur.

Skömmu fyrir leikslok var Füchse Berlin sex mörkum yfir, 24-18. Hannover gerðu sér þá lítið fyrir og skoruðu næstu sex mörk og jöfnuðu leikinn, 24-24. Fabian Wiede reyndist þá hetja Berlínarliðsins þegar hann skoraði tryggði sigurinn undir lok leiksins.

Füchse Berlin er í 3. sæti deildarinnar með 49 stig, einu stigi frá Rhein Neckar Löwen sem á einn leik til góða í efsta sætinu. Hannover situr í 6. sæti deildarinnar.

Lübbecke hafði betur gegn Gummersbach, 22-21. Bæði liðin eru við fallsæti deildarinnar. Sigurinn var mikilvægur fyrir Lübbecke sem fer með honum í 15. sæti deildarinnar, einu stigi frá fallsæti. Gummersbach er með jafn mörg stig í 16. sætinu.

Melsungen sigraði Ludwigshafen með fjórum mörkum, 31-27. Staðan í hálfleik var 16-13 fyrir Melsungen. Melsungen fer með sigrinum í 7. sæti deildarinnar með 37 stig en Ludwigshafen er í 17. sætinu með 13 stig.

Úrslit kvöldsins:
Hüttenberg - Magdeburg  31-37
Füchse Berlin - Hannover  25-24
Gummersbach - Lübbecke  21-22
Ludwigshafen - Melsungen  27-31Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.