Innlent

Ferðamennirnir fundnir

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Mennrnir höfðu grafið sig í fönn
Mennrnir höfðu grafið sig í fönn VÍSIR/VILHELM
Ferðamennirnir tveir sem leitað var á Vatnajökli í nótt eru fundnir. Um 50 manns tóku þátt í leitinni með einum eða öðrum hætti og talið er að um 50 björgunarsveitarmenn til viðbótar hafi verið að gera sig reiðubúna til leitar þegar mennirnir fundust. Þyrla Landhelgisgæslunnar hafði verið kölluð út til leitar en til þess kom ekki að hún færi á loft, þar sem mennirnir fundust skömmu síðar. 

Talsmaður Landhelgisgæslunnar segir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið heilir á húfi þegar þeir fundust um klukkan 4 í nótt en þó blautir, kaldir og hraktir. Þeir hafi grafið sig í fönn til að halda á sér hita og leitarmenn hafi að endingu gengið fram á ljóstýru sem ferðamennirnir höfðu meðferðis.

Sjá einnig: Um 50 manns taka þátt í leitinni að ferðamönnunum á Vatnajökli

Aðstæður eru sagðar hafa verið erfiðar á jöklinum og torveldað leitarstörf; skygni hafi verið lítið, mikil úrkoma og töluverður vindur.  Mesta áherslan var lögð á að koma sleðahópum björgunarsveitanna á svæðið og bar það að lokum árangur. Ellefu björgunarsveitir voru kallaðar út og var björgunarsveitarfólk á leiðinni á jökulinn að leita að ferðalöngunum á vélsleðum og snjóbílum á níunda tímanum í gærkvöld.

Ferðamennirnir höfðu skilið eftir ferðaáætlun hjá Safetravel áður en þeir héldu í ferð yfir jökulinn og voru auk þess með neyðarsendi með sér.  Mennirnir voru búnir að vera í nokkurra daga ferð yfir jökulinn þegar þeir sendu neyðarboðin í gærkvöld en Davíð sagði í samtali við Vísi í gærkvöldi að greinilegt var að þeir hafi haft einhverja reynslu af ferðalögum á borð við þetta.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×