Erlent

Rouhani hvetur múslimsk ríki til að endurskoða viðskiptatengsl við Bandaríkin

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Rouhani vill að múslimsk ríki slíti öll tengsl við Ísreal auk þess sem hann mælist til þess að ríkin endurskoði viðskiptatengsl við Bandaríkin.
Rouhani vill að múslimsk ríki slíti öll tengsl við Ísreal auk þess sem hann mælist til þess að ríkin endurskoði viðskiptatengsl við Bandaríkin. Vísir/AFP
Hassan Rouhani, forseti Íran, biðlaði til múslimskra ríkja að endurskoða viðskiptasamband sitt við Bandaríkin vegna útspils Bandaríkjastjórnar að flytja sendiráð sitt frá Tel Aviv til Jerúsalem.

Þetta sagði Rouhani í ræðu sem hann hélt í dag á ráðstefnu Samtaka múslimskra ríkja (OIC) í Miklagarði. Ræðan var einnig í beinni útsendingu í ríkissjónvarpi Írana. Þetta kemur fram á vef Reuters.

Auk þess að leggja til við múslimsk ríki að hugsa viðskipti við Bandaríkin upp á nýtt hvatti Rouhani þau einnig til þess að slíta á öll tengsl við Ísrael.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×