Innlent

Þrjár baráttukonur í Víglínunni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Nú er vika til sveitarstjórnarkosninga sem um margt eru sögulegar og þá sérstaklega í Reykjavík þar sem met fjöldi framboða, eða sextán, eru í boði. Kostirnir eru engu að síður nokkuð skýrir í borginni þar sem valið snýst um meirihluta flokka undir forystu Sjálfstæðisflokksins eða Samfylkingarinnar.

Lilja Alfreðsdóttir, Þórhildur Sunna Ævarsdóttir og Katrín Jakobsdóttir eru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag.Mynd/Samsett
Leiðtogar hinna hefðbundnu flokka hafa verið á faraldsfæti til að styðja sitt fólk víðs vegar um land og er Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna engin undantekning þar á. Katrín mætir í Víglínuna til að ræða sveitarstjórnarmálin og fleiri mál sem snúa að ríkisstjórninni.

Þá koma þær Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata í Víglínuna en flokkum þeirra gengur mjög misjafnlega í höfuðborginni þar sem Framsókn er í fallhættu en Píratar hafa verið að bæta við sig fylgi samkvæmt könnunum.

Eins og staðan er samkvæmt nýjustu könnun Gallup fyrir Viðskiptablaðið gætu Píratar og Samfylkingin myndað tveggja flokka meirihluta í Reykjavík með tólf af tuttugu og þremur borgarfulltrúum. En borgarfulltrúum verður fjölgað úr 15 í 23 eftir komandi kosningar.

Víglínan  er í opinni dagskrá og beinni útsendingu á Stöð 2 og Vísi kl. 12:20.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×