Enski boltinn

Cazorla stefnir á endurkomu fyrir lok tímabilsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er ansi langt síðan Santi Cazorla og Mesut Özil áttust við inni á vellinum
Það er ansi langt síðan Santi Cazorla og Mesut Özil áttust við inni á vellinum Vísir/Getty

Santi Cazorla vill snúa til baka eftir langvinn meiðsli fyrir lok þessa tímabils svo hann nái að spila aftur leik undir stjórn Arsene Wenger hjá Arsenal.

Cazorla hefur verið frá vegna meiðsla síðan í október 2016 og hefur Wenger sagt að þetta séu ein verstu meiðsli sem hann hafi nokkru sinni séð. Spánverjinn hefur þurft að undirgangast þó nokkrar aðgerðir og var óttast að fótboltaferli hans væri lokið.

Stuðningsmenn Arsenal glöddust hins vegar í síðustu viku þegar Cazorla sást við æfingar á Emirates vellinum fyrir leik Arsenal og Atletico Madrid í undanúrslitum Evrópudeildarinnar.

„Ég á enn nokkuð eftir í land, eftir 18 mánaða fjarveru þarf allt að fá að taka sinn tíma. En mér líður alltaf betur og betur og ég er bjartsýnn á framhaldið,“ sagi Cazorla við spænska fjölmiðla.

„Markmiðið er að geta spilað með liðinu áður en tímabilinu lýkur en það er erfitt að koma sér í form eftir að hafa verið í burtu svona lengi. Þegar ég er úti að æfa finn ég fyrir verkjum annars staðar í líkamanum, en það hlýtur að þýða að ég sé að gera eitthvað rétt og ég vonast eftir því að koma til baka eins fljótt og hægt er,“ sagði Santi Cazorla.

Arsenal á eftir þrjá leiki í ensku úrvalsdeildinni og liðið mætir Atletico Madrid í seinni leik undanúrslita Evrópudeildarinnar á fimmtudag. Þar er staðan 1-1 eftir fyrri leikinn og því möguleiki fyrir Skytturnar að komast í úrslitaviðureignina.


Tengdar fréttir

Hluti af húðflúri á hendi Cazorla fært á ökklann hans

Stuðningsmenn Arsenal hafa þurft að bíða lengi eftir því að sjá spænska miðjumanninn Santi Cazorla spila á ný með liðinu. Meiðslasaga Santi Cazorla er efni í forsíðuburðinn á spænska íþróttablaðinu Marca.

Tímabilinu lokið hjá Cazorla

Það hefur nú verið staðfest að miðjumaður Arsenal, Santi Cazorla, mun ekki spila meira á þessu tímabili.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.