Innlent

Lögreglan frestar nagladekkjasektum vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Lögreglan segist ætla að tilkynna með nokkurra daga fyrirvara hvenær byrjað verður að sekta fyrir nagladekk.
Lögreglan segist ætla að tilkynna með nokkurra daga fyrirvara hvenær byrjað verður að sekta fyrir nagladekk. Vísir/ernir
Vegna veðurs hefur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ekki sektað ökumenn fyrir að vera ennþá á nagladekkjum. Ökumenn mega vera á nagladekkjum frá 1. nóvember til 14. apríl ár hvert. Því er runnið upp það tímabil þar sem ekki má vera á nagladekkjum samkvæmt reglum en lögreglan segir marga hafa spurt byrjað sé að sekta fyrir notkun þeirra.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að vegna veðurs sé það ekki gert að svo stöddu en lögreglan mun tilkynna það með nokkurra daga fyrirvara áður en það byrjar.

„Við biðjum því fólk að fylgjast vel með veðri og skipta af nagladekkjum strax og mögulegt er. Eðlilega eru aðstæður fólks misjafnar, sumir hyggja ekki á ferðalög og geta því skipt fyrr, en aðrir eru mikið á leið yfir heiðar og þurfa því að vera lengur á negldum börðum,“ segir í Facebook-færslu lögreglunnar um málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×