Erlent

Menn sem voru handteknir á Starbucks fá einn dollara í skaðabætur

Sylvía Hall skrifar
Starbucks hefur sætt gagnrýni fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir kynþætti í kjölfar uppákomunnar.
Starbucks hefur sætt gagnrýni fyrir að mismuna viðskiptavinum eftir kynþætti í kjölfar uppákomunnar. Vísir/AFP
Mennirnir tveir sem voru handteknir af lögreglumönnum á Starbucks-kaffihúsi á Fíladelfíu í síðasta mánuði hafa náð samkomulagi við yfirvöld í fylkinu um skaðabætur upp á einn dollara. Mennirnir, sem grunað var að hafa verið vísað út fyrir það eitt að vera svartir, segja samkomulagið táknrænt.

Samkomulagið náðist gegn því að yfirvöld myndu setja á fót verkefni fyrir unga frumkvöðla í borginni og hefur borgarstjórinn lofað rúmum 20 milljónum króna í verkefnið. Verkefnið mun snúa að ungmennum í almenningsskólum borgarinnar og munu mennirnir tveir ekki þiggja neinn pening sem verður sett í verkefnið.

Málið vakti mikla athygli fyrir þær sakir að mennirnir höfðu ekkert gert af sér á staðnum þegar þeir voru handteknir. Voru þeir sagðir vera á staðnum í leyfisleysi, en þeir voru að bíða eftir vini sínum þegar atvikið átti sér stað.

Einnig hefur fyrirtækið boðið mönnunum skólastyrki sem fyrirtækið mun greiða. Starbucks hefur boðað að um átta þúsund kaffihúsum verði lokað 29. maí fyrir þjálfun starfsfólks í samskiptum við fólk af öllum kynþáttum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×