Innlent

Sigmundur Ernir mátti segja fréttir af Guðmundi Spartakusi

Jakob Bjarnar skrifar
Sigmundur Ernir mátti, að mati Hæstaréttar, endursegja fréttir af Guðmundi Spartakusi.
Sigmundur Ernir mátti, að mati Hæstaréttar, endursegja fréttir af Guðmundi Spartakusi.
Hæstiréttur hefur kveðið upp dóm í máli Guðmundar Spartakusar á hendur Sigmundi Erni Rúnarssyni, fréttastjóra Hringbrautar.

Guðmundur Spartakus stefndi Sigmund Erni fyrir meiðyrði vegna frétta sem birtust á vef sjónvarpsstöðvarinnar. Fréttaflutningurinn var í öllum meginatriðum endursögn á fréttum sem áður höfðu verið sagðar, ýmist í erlendum miðlum sem og á RÚV. RÚV samdi sig frá sambærilegri kæru Guðmundar Spartakusar eins og fram hefur komið.

Sigmundur Ernir var sýknaður í héraði en Vilhjámur H. Vilhjálmsson áfrýjaði þeim dómi fyrir hönd Guðmundar Spartakusar. Hæstiréttur felldi dóm sinn nú fyrir stundu og er hann á þá leið að niðurstaða héraðs standi óröskuð. Guðmundi Spartakusi var gert að greiða Sigmundi Erni 700 þúsund krónur í málskostnað.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×