Erlent

Juncker vill að Bretar verði Belgar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jean-Claude Juncker.
Jean-Claude Juncker. Vísir/epa
Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt.

Um 1.100 Bretar vinna fyrir Evrópusambandið í Brussel og Lúxemborg. En þegar Bretland gengur út á næsta ári missa Bretarnir ESB-ríkisfang sitt. Þótt Bretar og ESB hafi sammælst um að verja rétt ríkisborgara hvorir annarra eftir útgönguna hefur ekki verið talað um veitingu ríkisborgararéttar í því samhengi.

Samkvæmt 49. grein starfsmannareglna Evrópusambandsins gætu starfsmenn þurft að segja af sér, tapi þeir ESB-ríkisfangi sínu. Í umfjöllun BBC í gær sagði að margir þeirra Breta sem starfa hjá ESB hafi búið lengi í Brussel eða Lúxemborg. Þar eigi þeir fjölskyldur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×