Erlent

Juncker vill að Bretar verði Belgar

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Jean-Claude Juncker.
Jean-Claude Juncker. Vísir/epa

Jean-Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hvatti yfirvöld í Belgíu í gær til þess að gefa breskum starfsmönnum Evrópusambandsins, sem áhyggjur hafa af því hver staða þeirra verði eftir útgöngu Breta úr ESB, belgískan ríkisborgararétt.

Um 1.100 Bretar vinna fyrir Evrópusambandið í Brussel og Lúxemborg. En þegar Bretland gengur út á næsta ári missa Bretarnir ESB-ríkisfang sitt. Þótt Bretar og ESB hafi sammælst um að verja rétt ríkisborgara hvorir annarra eftir útgönguna hefur ekki verið talað um veitingu ríkisborgararéttar í því samhengi.

Samkvæmt 49. grein starfsmannareglna Evrópusambandsins gætu starfsmenn þurft að segja af sér, tapi þeir ESB-ríkisfangi sínu. Í umfjöllun BBC í gær sagði að margir þeirra Breta sem starfa hjá ESB hafi búið lengi í Brussel eða Lúxemborg. Þar eigi þeir fjölskyldur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.