Viðskipti erlent

Twitter hvetur notendur til að skipta um lykilorð

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Skráðir notendur Twitter eru um 330 milljónir talsins.
Skráðir notendur Twitter eru um 330 milljónir talsins. Vísir/Getty
Örbloggmiðillinn Twitter hefur hvatt alla 330 milljón notendur sína til að skipta um lykilorð. Hvatningin kemur eftir að starfsmenn miðilsins ráku sig á galla sem birti hluta lykilorðanna á innrivef starfsmannanna.

Í yfirlýsingu frá Twitter segir að ekkert bendi til þess að lykilorðum hafi verið stolið eða þau misnotuð af einhverjum sem hafði aðgang að innrivefnum.

Engu að síður hvetur miðillinn notendur sína til að skipta um lykilorð, því aldrei sé of varlega farið.

Í yfirlýsingunni er ekki greint frá því hversu mörg lykilorð voru opinberuð. Þó segir að fjöldi þeirra sé „umtalsverður“ og að gallinn hafi lifað óáreittur í einhverja mánuði.

Nokkrar vikur eru síðan starfsmenn Twitter tóku eftir gallanum. Þeir eru sagðir hafa látið eftirlitsaðila sem og forsvarsmenn fyrirtækisins umsvifalaust vita.

Tíst framkvæmdastjórans Jack Dorsey um málið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×