Erlent

Ekki tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn á Ítalíu

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Sergio Mattarella forseti Ítalíu.
Sergio Mattarella forseti Ítalíu. Vísir/Getty
Allt stefnir í að Ítalir þurfi að fara aftur í kjörklefana áður en árið er á enda en nú, þegar komið er á þriðja mánuð eftir kosningar í landinu, gengur ekkert að mynda starfhæfa ríkisstjórn. Forseti landsins, Sergio Mattarella biðlar til stjórnmálamanna að þeir reyni enn og aftur að setjast niður til stjórnarmyndunar.

Forsetinn hefur gefið þeim frest fram á mánudag til að ná árangri, annars er talið líklegt að hann skipi bráðabirgðastjórn og boði til kosninga á nýjan leik. Reyndar er einnig ósætti um hvenær slíkar kosningar ættu að fara fram. Sumir flokkanna vilja kjósa strax, en aðrir vilja bíða fram á haustið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×