Tónlist

Föstudagsplaylisti Egils Spegils

Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar
Egill Spegill, plötusnúður.
Egill Spegill, plötusnúður. Vísir/Vilhelm

Egill Ásgeirsson er með vinsælli plötusnúðum landsins um þessar mundir. Hann er innmúraður meðlimur í rappsenu Íslands sem hefur eins og flestir vita verið gríðarlega vinsæl undanfarin ár. Hann spilar jafnframt reglulega undir á sviði með helstu rappstjörnum landsins, þ.á.m. Aroni Can og Herra Hnetusmjöri.

Hann er einmitt á leið til Noregs um helgina að spila með Aroni Can í Ósló á laugardagskvöldið. Lagalisti Egils er í anda vorsins þrátt fyrir snjókomuna í dag. „Þetta eru svona lög sem minna mig á sumarið, sama hvernig viðrar,“ segir hann aðspurður um lagavalið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.