Innlent

Sindri Þór botnar ekkert í því af hverju lögreglan sótti hann til Amsterdam

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sindri Þór Stefánsson, sem úrskurðaður var í farbann í Héraðsdómi Reykjaness í dag skilur ekkert í því af hverju lögregla sótti hann til til Hollands í dag

Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Sindri Þór birti á Facebook í dag. Segist hann hafa verið frjáls ferða sinna þegar hann fór frá Sogni til Svíþjóðar. Eftir það hafi hann fengið stimpilinn „strokufangi“ og þjóðin þá orðið meðvituð um fortíð hans.

Sindri Þór var handtekinn í Amsterdam og úrskurðaður í gæsluvarðhald þar í landi. Í dag kom hann til Íslands og furðar hann sig á því íslenskir lögregluþjónar hafi verið látnir sækja hann.

„Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér ver sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim,“ skrifar Sindri.

Sindri var sem fyrr segir úrskurðaður í farbann í dag til 1. júní.  Þorgils Þorgilsson, verjandi hans segir að lögregla ekki hafa getað farið fram á gæsluvarðhald enda hafi ekki verið gefin út ákæra í málinu.

Yfirlýsing Sinda Þórs  í heild sinni:

„Lögreglan á Suðurnesjum gaf út alþjóða handtökuskipun á mér, eftir að ég fór frjáls ferða minna frá Sogni til Svíþjóðar. Fékk stimpilinn „strokufangi“ og öll þjóðin varð í kjölfarið meðvituð um alla mína fortíð. Ég var síðan handtekinn í Amsterdam og dæmdur í gæsluvarðhald, sem endaði í 11 daga einangrun. Í dag komu þrír lögreglumenn að sækja mig í Amsterdam til að flytja mig til Íslands. Tveir af þeim voru sérsveitarmenn. Ég var fluttur í handjárnum og belti í almenningsflugi Icelandair með fyrrnefnda lögreglumenn mér við hlið. Kom svo fyrir dómara í Reykjanesbæ þar sem mér ver sleppt út en með farbanni. Til hvers var eiginlega verið að auglýsa eftir mér? Ég er einfaldlega hættur að botna í þessu kerfi en mikið er gott að koma heim.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×