Golf

Ólafía í toppbaráttunni eftir stórkostleg golf

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía var í stuði í dag.
Ólafía var í stuði í dag. vísir/getty

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur, er í toppbarátunni á Volunteers of America-mótinu sem fer fram í Texas um helgina. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Eins og Vísir greindi frá í gær eru bara spilaðar 36 holur þessa helgina í þessu móti og enginn niðurskurður er í mótinu. Síðari hringurinn fer fram á morgun.

Ólafía spilaði stórkostlegt golf í dag. Hún lék við hvurn sinn fingur. Ólafía spilaði fínt golf á fyrri níu; fékk einn örn og einn fugl. Svo fékk hún tvö skolla og var á einu undir pari eftir fyrri níu.

Á síðari níu spilaði Ólafía enn betra golf. Hún fékk fjóra fugla á síðari níu og þar að auki fimm pör. Hún endaði hringinn á 66 höggum og er því á fimm undir pari eftir fyrri hringinn.

Þegar þetta er skrifað er Ólafía í þriðja sætinu en enn eiga nokkrir kylfingar eftir að klára fyrri hringinn. Efstu kylfingar eru á sex höggum undir pari en Jenny Shin og Sung Hyung Park eru efstar.

Vísir mun fylgjast vel með gangi mála hjá Ólafíu á morgun en einnig er fylgst vel með á mótinu á Golfstöðinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.