Innlent

Kalda lægðin frá Kanada er nú á undanhaldi

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í vikunni.
Ljósmyndari Vísis tók þessa mynd í Kópavogi í vikunni. Vísir/Vilhelm

Lægðin sem hefur dælt til okkar köldu lofti frá Kanada er nú á undanhaldi og er útlit fyrir slydduél S- og V-lands í dag með allhvassri suðvestanátt, en áfram þurrt NA-til. Á morgun er það ný lægð úr suðri sem mun stjórna veðrinu, en henni fylgir mun hægari suðlæg og suðaustlæg átt með rigningu eða súld og hlýnar í veðri samkvæmt hugleiðingum veðurfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

Ekki er útlit fyrir að úrkoman nái inn á NA-land. Í komandi viku eru það austlægar eða breytilegar áttir sem ráða ríkjum með vætu í flestum landshlutum.

Veðurhorfur á landinu 

Suðvestan 10-18 m/s og él eða slydduél um landið S- og V-ert, en yfirleitt þurrt og bjart NA-til. Hiti 1 til 9 stig að deginum, hlýjast á Austurlandi. Dregur úr vindi og úrkomu í kvöld. Snýst í sunnan og suðaustan 5-13 m/s upp úr hádegi á morgun og víða rigning eða súld, en úrkomulítið á NA-landi. Hlýnar heldur.


Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Snýst í sunnan og suðaustan 5-13 m/s með rigningu og súld, en úrkomulítið á N- og A-landi. Hiti 4 til 10 stig, hlýjast NA-til.

Á þriðjudag:
Norðaustlæg eða breytileg átt 3-10 m/s, skýjað að mestu og dálítil væta, einkum S- og A-til. Hiti 3 til 10 stig að deginum, mildast SV-lands.

Á miðvikudag:
Gengur í stífa norðaustanátt með rigningu, en úrkomulítið NV-til. Kólnar heldur.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Breytileg átt og rigning með köflum í flestum landshlutum. Hiti 3 til 10 stig að deginum, svalast á Vestfjörðum.
Á föstudag:
Breytileg átt og víða væta, en úrkomulítið NA-til. Hiti breytist lítið.

Á laugardag:
Útlit fyrir hæga breytilega átt og þurrt veður. Kólnar fyrir norðan, en allt að 11 stigum syðst.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.