Lífið

Jóhanna og Max fengu ekkert nema tíur og sigruðu í Allir geta dansað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Jóhanna Guðrún og Max fóru heim með bikarinn.
Jóhanna Guðrún og Max fóru heim með bikarinn. Vísir/Atli Björgvinsson
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Max Petrov stóðu uppi sem sigurvegarar í Allir geta dansað en úrslitaþátturinn var sýndur á Stöð 2 í kvöld.

Í þætti kvöldsins dönsuðu þau Paso Doble við lagið Granada En Flor með Paco Pena og Sömbu við lagið Baila baila með Angela Via og gerðu þau sér lítið fyrir og fengu tíu frá öllum dómurum þáttarins fyrir báða dansana.

Einkunnir dómara giltu þó ekki í úrslitaþættinum heldur voru það atkvæði áhorfenda í símakosningu sem skáru úr um sigurvegarana en það kom ekki að sök, Jóhanna Guðrún og Max efst þegar úrslit kosninganna lágu fyrir.

„Ég bjóst ekki við þessu. Takk fyrir, vá,“ sagði Jóhanna Guðrún eftir að úrslitin lágu fyrir. 

Hér að neðan má sjá myndasyrpu frá því að úrslitin voru kynnt.

Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson
Mynd/Atli Björgvinsson

Tengdar fréttir

Úrslitin ráðast í Allir geta dansað

Skandinavískar mjaðmir, töfrabrögð og gleði. 10 pör hófu keppni en aðeins 4 pör komust áfram í úrslitaþáttinn sem fer fram í kvöld. 10 pör hófu leik og var fyrirkomulagið þannig að einn þjóðþekktur einstaklingur var paraður með fagdansara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×