Innlent

Guðni og Mary í góðu stuði í Seattle

Benedikt Bóas skrifar
Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde.  NordicPhotos/Getty
Anders Samuelsen, utanríkisráðherra Danmerkur, Mary, Guðni Th. og Eliza brostu sínu breiðasta. Í bakgrunni má sjá Geir Haarde. NordicPhotos/Getty
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Eliza Reid forsetafrú eru stödd þessa dagana í Bandaríkjunum og voru viðstödd opnun Norræna safnsins í nýrri byggingu þess í Seattle í Bandaríkjunum. Við þetta tækifæri flutti forsetinn ávarp og las meðal annars upp ljóð eftir Jónínu Jónsdóttur áður en hann klippti á borðann til að opna safnið með formlegum hætti.

Forsetahjónin sóttu svo hátíðarkvöldverð í boði safnsins og skoðuðu það í fylgd forstjóra þess og Mary, krónprinsessu Danmerkur.

Þau hittu einnig félaga í karlakórnum Fóstbræðrum, maka þeirra og fulltrúa Íslendingafélagsins í Seattle við minnismerkið um Leif Eiríksson við Puget-sund. Kórinn tók lagið við þetta tækifæri og söng til heiðurs forsetafrúnni í tilefni af afmæli hennar.



Vel fór á með þeim Elizu Reid og Mary krónprinsessu þegar safnið var opnað.Vísir/Getty
Þá fóru hjónin á fund með stjórnendum hjá Microsoft-fyrirtækinu í Seattle. Eftir að hafa skoðað sýndarveruleikabúnað, sem notaður er til þjálfunar á skurðlæknum, var forseta kynnt verkefni fyrirtækisins á sviði sjálfvirkrar textaþýðingar. 

Fram kom að sérfræðingar Microsoft hafa náð umtalsverðum árangri í gerð þýðingakerfis fyrir íslenskt ritmál og greindi forseti frá áhuga íslenskra stjórnvalda á að tryggja sess íslenskrar tungu í heimi hugbúnaðar. Meðal þátttakenda í umræðunum voru tveir fulltrúar Almannaróms, þau Guðrún Nordal og Vilhjálmur Þorsteinsson. 

Ljóðið sem Guðni las

Yet, I have a shelter,

that never fails,

where my weary spirit

always wanders.

Let me not,

sweet Lord,

lose that haven,

as long as I live




Fleiri fréttir

Sjá meira


×