Golf

Ólafía Þórunn í 32. sæti

Anton Ingi Leifsson skrifar
Ólafía í Texas í gær.
Ólafía í Texas í gær. vísir/getty
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir endaði í 32. sæti á Volunteers of America mótinu sem fór fram í Texas um helgina en slæmt veður hafa mikil áhrif á mótið.

Einungis voru spilaðar 36 holur á mótinu en slæmt veður hafði mikil áhrif á mótið. Einungis voru spilaðir tveir hringir í stað fjögurra sem eru venjulega spilaðir.

Ólafía spilaði frábært golf á fyrri hringnum sem var leikinn fyrir hádegi á laugardag og var í toppbaráttunni. Hún var á fimm höggum undir pari en þegar hún kláraði fyrri hringinn vissi hún ekki hvenær síðari hringurinn yrði spilaður.

Það var svo ákveðið að spila síðari hringinn strax eftir hádegi en þegar fór að rökkva átti Ólafía eina holu eftir. Hún spilaði því 35 holur af 36 holumóti á einum degi en hún missti flugið á síðari níu, eðlilega, enda líklega einhver þreyta farin að segja til sín.

Hún endaði síðari hringinn á þremur höggum yfir pari og endaði þar af leiðandi á tveimur höggum undir pari. Hún endar í 32. - 46. sæti og fær verðlaunafé fyrir árangur sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×