Viðskipti innlent

Íbúðaskuldir hafa ekki hækkað meira frá 2009

Samúel Karl Ólason skrifar
Einnig kom fram í skýrslunni að hlutfall óverðtryggðra lána er nú um 18 prósent og verðtryggð lán eru um 82 prósent. Á sama tíma árið 2015 var hlutfallið þrettán prósent gegn 87.
Einnig kom fram í skýrslunni að hlutfall óverðtryggðra lána er nú um 18 prósent og verðtryggð lán eru um 82 prósent. Á sama tíma árið 2015 var hlutfallið þrettán prósent gegn 87. Vísir/Vilhelm
Raunhækkun í heildaríbúðalánum heimila á íslandi hefur ekki verið meiri frá árinu 2009. Í mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs kemur fram að í janúar 2016 höfðu íbúðaskuldir heimila að raunvirði lækkað um 4,5 prósent á einu ári en nú í febrúar höfðu þær hækkað um 5,6 prósent, frá því í febrúar í fyrra.

Einnig kom fram í skýrslunni að hlutfall óverðtryggðra lána er nú um 18 prósent og verðtryggð lán eru um 82 prósent. Á sama tíma árið 2015 var hlutfallið þrettán prósent gegn 87.

„Enn er því almennt svo háttað að á heildina litið kjósa heimilin að fjármagna íbúðir sínar með verðtryggðum lánum frekar en óverðtryggðum þótt örlítill umframvöxtur hins síðarnefnda lánaforms sé til staðar og hefur verið allt frá árinu 2010,“ segir í skýrslunni.



Þar að auki kemur fram að á fyrstu þremur mánuðum ársins hafi íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 1,4 prósent miðað við vísitölu íbúðaverðs. Fjölbýli hafi hækkað um tvö prósent en sérbýli hafi lækkað um 0,7 prósent.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×