Viðskipti erlent

Bretar ætla að þurrka út blautþurrkur

Kjartan Kjartansson skrifar
Fituklumpur sem er að miklu leyti úr blautþurrkum sem stíflaði holræsakerfi undir London.
Fituklumpur sem er að miklu leyti úr blautþurrkum sem stíflaði holræsakerfi undir London. Vísir/AFP

Blautþurrkur gætu heyrt sögunni til á Bretlandi á næstu áratugum. Þarlend stjórnvöld hafa lagt fram áætlun um að útrýma plastúrgangi úr einnota vörum eins og þurrkunum sem eru taldar einn mesti skaðvaldur holræsakerfis Bretlands.

Framleiðendur blautþurrkna þurfa að breyta þeim og fjarlægja plastefni úr þeim. Að öðrum kosti gætu þær horfið af markaðnum, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Flestar þeirra eru úr pólýester eða öðrum plastefnum sem brotna ekki niður í náttúrunni.

Þurrkurnar eru sagðar sökudólgurinn í 93% tilfella þegar fráveitukerfi stíflast á Bretlandi. Þess vegna hafa yfirvöld reynt að brýna fyrir neytendum að sturta þeim ekki niður í klósettið. Einnig hefur verið varað við þurrkunum á Íslandi þar sem þær hafa stíflað fráveitukerfi.

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hét því í byrjun árs að útrýma öllum „plastúrgangi sem hægt er að komast hjá“ fyrir árið 2042. Umhverfisstofnun Bretlands skoðar nú breytingar á skattkerfinu eða gjöld til að draga úr notkun einnota plastvara.

Framleiðendur þurrkanna vara hins vegar við því að þær verði bannaðar. Þær séu meðal annars notaðar í heilbrigðiskerfinu þar sem fatlaðir og fólk sem hefur ekki stjórn á hægðum og þvaglátum reiði sig á þær.

Þá telja þeir að vatnsnotkun ykist til muna ef fólk hefði ekki lengur kost á að nota blautþurrkurnar sem þurfi aðeins um þrjá millilítra af vökva að meðaltali.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REITIR
0,85
2
25.420
ICEAIR
0,5
19
118.812
GRND
0,46
1
50
ARION
0,28
1
1.285
FESTI
0
1
28.375

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
HAGA
-1,34
9
47.133
SJOVA
-1,13
2
25.192
REGINN
-0,7
6
74.795
ORIGO
-0,63
2
6.901
MARL
-0,5
10
286.176
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.