Innlent

Hæfismál flutt í næstu viku

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður.
Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson lögmaður. Vísir/GVA
Kærumál um þá kröfu að Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari víki sæti í máli manns er ákærður er fyrir umferðarlagabrot er komið á dagskrá Hæstaréttar.

Munnlegur málflutningur verður í málinu 18. maí. Hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að skipun Arnfríðar og þriggja annarra dómara við Landsrétt hafi ekki verið lögum samkvæm. Málið snýst í raun um gildi þeirra dóma sem umræddir dómarar dæma og því ljóst að niðurstaða málsins getur skipt verulegu máli fyrir dómskerfið.

Sjá einnig: Krefst þess að Arnfríður víki sæti í Landsrétti vegna vanhæfis

Fallist Hæstiréttur ekki á kröfu mannsins má búast við að farið verði með málið alla leið til Mannréttindadómstóls Evrópu en Vilhjálmur Hans Vilhjálmsson, verjandi mannsins, hefur gefið þann ásetning í skyn.




Tengdar fréttir

Mál Arnfríðar fer fyrir Hæstarétt

Hæstiréttur hefur fallist á kröfu Vilhjálms H. Vilhjálmssonar lögmanns um áfrýjunarleyfi í máli sem Arnfríður Einarsdóttir dæmdi í Landsrétti í mars.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×