Enski boltinn

Messan: Enginn í Liverpool borg vill halda Allardyce

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Sam Allardyce er ekki vinsælasti maður Liverpool borgar og stuðningsmönnum Everton líkar ekkert sérstaklega vel við stjórann sinn. Hjörvar Hafliðason sagðist ekki eiga von á að Allardyce nái öðru tímabili með félaginu.

Allardyce tók við liði Everton í nóvember af Ronald Koeman og náði að hífa það úr fallbaráttunni og upp í áttunda sæti deildarinnar.

Strákarnir í Messunni tóku Allardyce fyrir í gær og ræddu möguleika hans í starfi.

„Mér finnst hann hafa gert príðilega hluti með Everton-liðið. Hann var ekki vinsælasti maðurinn í Liverpool borg þegar hann kom en hann hefur náð í punkta,“ sagði Ólafur Kristjánsson, einn sérfræðinga Messunnar og þjálfari FH í Pepsi deild karla.

„Ég myndi segja að Everton sé einu sæti frá því að vera á réttum stað miðað við fjármuni. Þú ert með topp sex þar sem Everton á ekkert heima í, sjöunda sæti væri eðlilegt fyrir Everton,“ sagði sérfræðingurinn Hjörvar Hafliðason.

Allardyce skrifaði undir tveggja ára samning við Everton en umræðan í fótboltaheiminum er að hann hætti hjá félaginu eftir þetta tímabil.

„Ef þú horfir á árangurinn og hvaða úrslitum hann nær þá þætti manni skrítið að láta hann fara. En bara eins og stemmingin er þarna í borginni, það vill enginn halda honum,“ sagði Hjörvar.

„Hann er óhemju óvinsæll í Liverpool borg og hann á ekki „break.“ Knattspyrnuáhugamenn í Liverpool eru öðruvísi en annars staðar í Englandi, þeir lifa gjörsamlega fyrir þetta og Everton stuðningsmenn munu ekki sætta sig við annað tímabil af Sam Allardyce.“


Tengdar fréttir

Stjóri Gylfa á ekki von á góðu í þessari könnun

Sam Allardyce, knattspyrnustjóri Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Everton, hefur ekki náð að vinna hug og hjörtu stuðningsmanna félagsins síðan að hann tók við af Ronald Koeman í nóvember.

Stóri Sam kveðst ekki geta gert betur

Óvíst er um framtíð Sam Allardyce hjá Everton en hann er ekki vinsæll á meðal stuðningsmanna félagsins þrátt fyrir að hafa staðið sig vel að eigin sögn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×