Erlent

Mikill eldur í félagsíbúðum í Lundúnum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Eldurinn hafði læst sig í þaki og tveimur hæðum hússins þegar slökkviliðsmenn mættu á vettvang.
Eldurinn hafði læst sig í þaki og tveimur hæðum hússins þegar slökkviliðsmenn mættu á vettvang. Twitter
Ein kona lést eftir að mikill eldur kom upp í félagsíbúðum í norðausturhluta Lundúna í nótt.

Átta vistmenn og fjórir einstaklingar sem störfuðu í húsinu náðu að koma sér út úr byggingunni áður en slökkviliðsmenn mættu á vettvang á þriðja tímanum.

Eldurinn hafði þá læst sig í þak og tvær hæðir hússins og segja slökkviliðsmenn í samtali við breska miðla að skemmdirnar séu miklar.

Um miklar aðgerðir var að ræða en talið er að rúmlega 70 manns hafi reynt að ráða niðurlögum eldsins þegar mest lét.

Sjúkraflutningamenn veittu konunni aðhlynningu á vettvangi en þeim tókst ekki að halda í henni lífinu. Ekki er vitað á þessari stundu hvort hún hafi verið vist- eða starfsmaður.

Í húsinu höfðust við einstaklingar með mikla námsörðugleika og voru jafnframt margir vistmanna greindir með alvarlega einhverfu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×