Enski boltinn

Sjáðu markið sem Jóhann Berg eiginlega skoraði á móti Chelsea

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Berg skoraði eiginlega í gær.
Jóhann Berg skoraði eiginlega í gær. vísir/getty
Jóhann Berg Guðmundsson, landsliðsmaður Íslands í fótbolta, og félagar hans í Burnley töpuðu fyrir Chelsea, 2-1, á heimavelli í 34. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í gærkvöldi.

Kevin Long, leikmaður Burnley, varð fyrir því áfalli að skora sjálfsmark á 20. mínútu og koma Chelsea yfir en Ashley Barnes jafnaði metin fyrir heimamenn á 64. mínútu.

Barnes gerði nú samt lítið annað en að verða fyrir skoti Jóhanns Bergs sem var svo bara ágætt því að hann stýrði skoti íslenska landsliðsmannsins í markið og fær það skráð á sig. Engu að síður stoðsending á okkar mann.

Því miður fyrir Jóhann Berg og félaga dugði þetta ekki til því Victor Moses skoraði sigurmarkið fyrir Chelsea á 69. mínútu og færði nær Chelsea séns á Meistaradeildarsæti.

Nú munar aðeins fimm stigum á Tottenham og Chelsea í baráttunni um fjórða sætið þegar að bæði lið eiga eftir að spila fjóra leiki.

Burnley - Chelsea 1-2
Leicester - Southampton 0-0



Fleiri fréttir

Sjá meira


×